Hoppa yfir valmynd
24. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Vísindi á vordögum

Katrín Jakobsdóttir opnaði sýningu um vísindarannsóknir á Landspítalanum.
Vísindi á vordögum.
Vísindi á vordögum.

Árlega eru haldnir vísindadagar á Landspítala, Vísindi á vordögum. Þá eru kynntar niðurstöður vísindarannsókna á spítalanum. Einnig eru veitt verðlaun til vísindamanna og styrkir veittir úr Vísindasjóði Landspítala. Vísindaráð er til ráðgjafar við veitingu styrkja og viðurkenninga fyrir

vísindastörf á spítalanum og er framkvæmdastjórn og vísinda- og þróunarsviði til ráðgjafar um vísindastefnu og vísindastarf á sjúkrahúsinu og þróun heilbrigðisvísinda.

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnaði sýningu á veggspjöldum um vísindarannsóknir á vegum starfsmanna Landspítala – Háskólasjúkrahúss og sagði m.a. í ávarpi sínu: „Sú leið sem líklegust er til að hvetja til meira og öflugra vísindastarfs er að auka fé í samkeppnissjóði. Hér á landi fer mun minni hluti opinberrar fjármögnunar rannsókna í gegnum samkeppnissjóði en í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Í fjárfestingaáætlunar ríkisstjórnarinnar var þessi litið til þessa og ákveðið að auka verulega framlög til stærstu opinberu samkeppnissjóðanna á sviði vísinda og tækniþróunar. Þessu var fylgt eftir með fjárlögum 2013 og alls voru sjóðirnir stækkaðir um sem nemur 1,3 milljörðum króna í ár og sjóðirnir þar með nær tvöfaldaðir.  Þó svo að sjóðirnir séu enn tiltölulega litlir í alþjóðlegum samanburð, þá mun þessi innspýting þó ná að rétta af úthlutunarhlutfall í Rannsóknasjóði…“

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum