Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Aukin fjárveiting til Skóla á grænni grein

Samningur undirritaður um auknar fjárveitingar til Grænfánaverkefnisins og nemendur útnefndir sem Varðliðar umhverfisins.

Samningur undirritaður um auknar fjárveitingar til Grænfánaverkefnisins og nemendur útnefndir sem Varðliðar umhverfisins.
Samningur undirritaður um auknar fjárveitingar til Grænfánaverkefnisins og nemendur útnefndir sem Varðliðar umhverfisins.

Á degi umhverfisins 24. apríl sl. undirrituðu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson framkvæmdastjóri Landverndar viðauka við núgildandi samning um verkefnið Skóla á grænni grein, sem Landvernd stýrir. Verkefnið er einnig þekkt sem Grænfánaverkefnið. Viðaukinn kveður á um auknar fjárveitingar á yfirstandandi ári, m.a. í því skyni að styðja sérstaklega þátttökuskóla við að efla menntun til sjálfbærni í samræmi við aðalnámskrár.

Þá mun Landvernd safna og miðla árangursríkum verkefnum milli þátttökuskóla, stuðla að auknu samstarfi milli skóla og aukinni þátttöku nærsamfélagsins í umhverfisstarfi. Þá voru við sama tækifæri nemendur í Kerhólsskóla í Grímsnes- og Grafningshreppi, Melaskóla í Reykjavík og Patreksskóla á Patreksfirði útnefndir Varðliðar umhverfisins.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum