Hoppa yfir valmynd
26. apríl 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur við Heimilisiðnaðarfélag Íslands

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samning um ráðstöfun styrktarframlags í fjárlögum til Heimilisiðnaðarfélag Íslands.
Samningur við Heimilisiðnaðarfélag Íslands undirritaður
Samningur við Heimilisiðnaðarfélag Íslands

Í dag undirrituðu Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Sólveig Theodórsdóttir samning um ráðstöfun styrktarframlags í fjárlögum til Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Meginmarkmið samningsins er að tryggja áframhaldandi starfsemi Heimilisiðnaðarfélagsins. Ennfremur að vernda þjóðlegan íslenskan heimilisiðnað, auka hann og efla, stuðla að vöndun hans og fegurð. Þá er einnig markmiðið að vekja áhuga landsmanna á því að  framleiða fallega og nytsama hluti, er hæfi kröfum nýs tíma með rætur í þjóðlegum menningararfi.

Gert er ráð fyrir að helsta starfsemi Heimilisiðnaðarfélagsins verið að kynna gildi og gæði heimilisiðnaðar á hvern þann hátt er stjórn félagsins telur vænlegan til árangurs á hverjum tíma. Þá skal félagið efna til fræðslufunda og sýninga, reka heimilisiðnaðarskóla og þjónustudeild auk þess að gefa út fréttabréf, tímarit og handbækur til fræðslu og leiðbeiningar.

Samningurinn gildir til ársloka 2015 og framlag ríkisins verður 3 millj.kr. á yfirstandandi ári.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum