Hoppa yfir valmynd
7. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Morgunverðarfundir um menntun innflytjenda

Þegar hafa verið haldnir tveir fundir í fundarröðinni og næsti fundur verður 31. maí.

Annar morgunverðarfundurinn um menntun innflytjenda var haldinn 3. maí sl. á Grand Hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Virkt tvítyngi - íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna.

Næstu fundir í morgunverðarfundarröðinni verða:

31. maí - Innflytjendur með takmarkaða formlega menntun.
13. júní – Samráðsvettvangur kennsluráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa og fleiri sérfræðinga af öllum skólastigum.

Gögn og upptökur af erindum á fundinum 3. maí:

Renata Emilsson: Móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna POWER POINT

Fríða Bjarney Jónsdóttir: Tvítyngi og fjöltyngi, ávinningur fyrir einstakling og samfélag PDF skjal

Fyrsti morgunverðarfundurinn var haldinn föstudaginn 5. apríl sl. á Grand hótel Reykjavík undir yfirskriftinni Öflug náms- og starfsfræðsla – brú milli grunn- og framhaldsskóla - Leiðir til að tryggja aðgengi innflytjenda að fjölbreyttu framhaldsskólanámi og vinna gegn brotthvarfi.

Gögn og upptökur af erindum á fundinum 5. apríl:

Fundarröðin er afrakstur af HringÞingi um menntun innflytjenda, sem haldið var 14. september 2012  í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum