Hoppa yfir valmynd
16. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Ytra mat á grunnskólum

Efnt hefur verið til tveggja ára þróunarverkefnis um ytra mat á grunnskólum.

Árið 2011 tóku mennta- og menningarmálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga þá ákvörðun að standa sameiginlega að verkefni um ytra mat á grunnskólum með tilstyrk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Framkvæmd ytra mats á grunnskólum er samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 bæði á ábyrgð sveitarfélaga og mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Miklir fjármunir eru veittir til grunnskóla og mikilvægt er að vel takist við ráðstöfun þeirra. Eftirlit sveitarfélaga með grunnskólum hefur verið takmarkað og lítið samræmi í aðferðum. Þá hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti einungis látið meta um sex grunnskóla á ári. Markmið með samstarfi um ytra mat er að þróa samræmd viðmið og aðferðir þar sem áhersla er lögð á faglega þáttinn í skólastarfi. Einnig er stefnt að því að fjölga þeim skólum sem metnir eru ár hvert.

Samstarfsverkefnið

Sex grunnskólar voru metnir í tilraunaverkefni um ytra mat árið 2012. Um árangur þess verkefnis og tilhögun má lesa í heildarskýrslu um verkefnið.  Í ljósi góðrar reynslu af tilraunaverkefninu var tveggja ára þróunarverkefni um ytra mat ýtt úr vör í janúar 2013. Unnið verður áfram samkvæmt þeirri aðferðafræði sem þróuð var í tilraunaverkefninu. Stefnt er að því að meta átta skóla árið 2013 og 10 skóla árið 2014. Gert er ráð fyrir að árlegum úttektum muni áfram fjölga þegar þróunarverkefninu lýkur.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum