Hoppa yfir valmynd
16. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Foreldraverðlaun 2013

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Frá afhendingu Foreldraverðlauna 2013
Foreldraverðlaun 2013

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 18. sinn miðvikudaginn 15. maí við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir afhenti verðlaunin.

Sveitadagar að vori í Varmahlíðarskóla hlaut Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2013. Markmiðið með verkefninu er að nemendur kynnist störfum i sveit og læri þannig að þekkja mikilvægi landbúnaðar í heimahéraði.

Hvatningarverðlaun og sérstök viðurkenning voru einnig afhent við þetta tækifæri:
Hvatningarverðlaun 2013 hlaut Barnabær – verkefni sem starfrækt er á Stokkseyri og Eyrarbakka og er samstarfsverkefni Barnaskólans, foreldra og aðila úr nærsamfélaginu á þessum tveimur stöðum. Markmiðið með verkefninu er að upplýsa nemendur um það hvernig hagkerfið virkar.

Sérstaka viðurkenningu fengu SAMFOK – Samtök foreldra grunnskólabarna í Reykjavík. Samtökin eiga 30 ára starfsafmæli í ár. Á þessum tíma hafa samtökin beitt sér fyrir auknum áhrifum foreldra á skólastarf og staðið vörð um réttindi barna til menntunnar og þroska.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum