Hoppa yfir valmynd
17. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Alþjóðadagur gegn hómófóbíu og transfóbíu

Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra dró regnbogafána hinsegin fólks að hún við tónlistarhúsið Hörpu í morgun.

Fáni samkynhneigðra dreginn að húni
Fáni samkynhneigðra dreginn að húni

Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, dró regnbogafána hinsegin fólks að hún við tónlistarhúsið Hörpu í morgun í tilefni alþjóðadags gegn hómófóbíu og transfóbíu en þennan dag árið 1990 fjarlægði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin samkynhneigða af lista yfir geðsjúkdóma. Evrópusamtök hinsegin fólks gefa í dag út árlega úttekt á stöðu mannréttinda hinsegin fólks í Evrópu, svokallaðan Regnbogapakka. Þar eru Rússar neðstir en Bretar tróna á toppnum með 77 stig af 100. Ísland er í tíunda sæti með 56 stig.
Í viðtali við Ríkisútvarpið sagði Anna Pála Sverrisdóttir, formaður Samtakanna ´78 að tíunda sætið hljóti að vera Íslendingum vonbrigði en endurspegli þó ekki endilega stemninguna í samfélaginu.
 


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum