Hoppa yfir valmynd
23. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mat á áhrifum verksins Krakkarnir í hverfinu


Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum lætur meta áhrif sýninga brúðuleikhússins Krakkarnir í hverfinu í grunnskólum landsins

 Vitundarvakning um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum undirritaði, hinn 16. maí 2013 í mennta- og menningarmálaráðuneyti, samkomulag við Rannsóknarstofu í barna - og æskulýðsfræðum á menntavísindasviði Háskóla Íslands um styrk til rannsókna og eftirfylgni vegna leiksýninga brúðuleikhússins Krakkarnir í hverfinu í grunnskólum landsins. Vitundarvakning leggur áherslu á að láta meta þau verkefni sem hún styrkir og þetta samkomulag er til marks um það. 

Vitundarvakningin hefur tvisvar sinnum veitt rekstrarstyrki til sýninga á verkinu í öllum 2. bekkjum grunnskóla landsins árin 2011-2014, til að uppfræða nemendur um ofbeldi gagnvart börnum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum