Hoppa yfir valmynd
28. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Rétt málsmeðferð – öruggt skólastarf

Upptökur frá námskeiði fyrir skólafólk um málsmeðferðarreglur og fleira.

Samband íslenskra sveitarfélaga og Skólastjórafélagi Íslands í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið efndu til fundaherferðar um landið í lok árs 2012 og upphafi ársins 2013. Alls voru haldin átta námskeið í öllum landshlutum fyrir skólastjóra, aðstoðarskólastjóra, deildarstjóra, fræðslustjóra, starfsmenn sveitarfélaga, sem starfa að málefnum grunnskóla og formenn skólanefnda.  Sambærileg námskeið voru haldin vítt og breytt um landið árið 2011 fyrir skólanefndir sveitarfélaga um lögbundið hlutverk þeirra, ábyrgð og skyldur.
 

Á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga eru upptökur frá síðasta námskeiðinu sem fór fram á Hótel Natura í Reykjavík 10. maí 2013.

Á dagskrá voru þessi erindi:
 

  • Meginsjónarmið grunnskólalaga og menntastefnan – „Látið aldrei kappið bera fegurðina ofurliði“
    Guðni Olgeirsson, sérfræðingur í  mennta- og menningarmálaráðuneyti-
  • Samspil grunnskólalaga og stjórnsýslureglna
    Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga
  • Málsmeðferðarreglurnar
    Sigríður Thorlacius, lögfræðingur hjá Skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar 
  • Efnisreglurnar
    Tryggvi Þórhallsson, lögfræðingur hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum