Hoppa yfir valmynd
29. maí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir Hofsstaðaskóla

Hofstaðaskóli vann gullverðlaun í fimmta sinn í Nýsköpunarkeppni grunnskóla.

Hofstaðaskóli vann gullverðlaun í fimmta sinn í Nýsköpunarkeppni grunnskóla.
Hofstaðaskóli vann gullverðlaun í fimmta sinn í Nýsköpunarkeppni grunnskóla.

Góður árangur nemenda Hofsstaðaskóla í Garðabæ í Nýsköpunarkeppni grunnskóla (NKG) var kveikjan að heimsókn Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra í skólann. Margrét Harðardóttir skólastjóri og  Hafdís Bára Kristmundsdóttir aðstoðarskólastjóri tóku á móti ráðherra. Þær sýndu honum skólann og kynntu nýsköpunarstarf ásamt Sædísi S. Arndal smíða- og nýsköpunarkennara og nemendum. Augljóst er að mikil áhersla er lögð á að virkja sköpunarkraft nemenda í skólastarfinu ásamt því að vekja þá vitundar um sjálfbærni og endurnýtingu. Í frétt á vef Hofstaðaskóla um þátttöku nemenda í Nýsköpunarkeppninni segir m.a.

„Hofsstaðaskóli kom sá og sigraði og vann gullverðlaunin í fimmta sinn fyrir fjölda innsendra hugmynda í Nýsköpunarkeppni grunnskóla. Skólinn vann bikar til eignar árið 2011 og vinnur nú nýja farandbikarinn í annað sinn. Markmiðið er að sjálfsögðu að vinna hann til eignar á næsta ári“.
Ennfremur er frá því greint að 16 nemendur Hofsstaðaskóla fóru í vinnusmiðju NKG, sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík 23. og 24. maí og hafa þeir ekki verið fleiri áður. Þar áttu þeir stefnumót við vísindamenn frá HR og HÍ og þeir voru sammála um að það hafi verið mjög gaman að taka þátt í vinnusmiðjunni og mikil upphefð fyrir þá. Sædís Arndal smíðakennari Hofsstaðaskóla á heiðurinn af þessum mikla áhuga nemenda Hofsstaðaskóla á þátttöku í nýsköpunarkeppninni.

Alls bárust tæplega 3000 tillögur frá nemendum í 5.-7. bekk í 44 grunnskólum. 13 grunnskólar áttu nemendur í úrslitum NKG.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum