Hoppa yfir valmynd
11. júní 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.

Fjórði og síðasti fundurinn í morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er:

Þjónusta sérfræðinga við nemendur með íslensku sem annað tungumál

Kennsluráðgjafar á grunnskólastigi og ráðgjafar á leikskólastigi, náms- og starfsráðgjafar, sálfræðingar, talmeinafræðingar, félagsráðgjafar og  kennarar og skólastjórnendur af öllum skólastigum.          

Dagskrá:

8.00-8.15             Skráning og morgunverður.
8.15-8.35             Grunnnám fyrir verðandi túlka af erlendum uppruna.
                               Angelica Cantú Davila, verkefnastjóri túlkaþjónustu, InterCultural Island.

8.35-9.00             Staðan og framtíðarsýn - nýbúabraut Tækniskólans frá sjónarhorni náms- og starfsráðgjafa.
                              
Sigurjóna Jónsdóttir, náms- og starfsráðgjafi, Tækniskólanum.

9.00-9.25             Kennsluráðgjafinn og nemendur með íslensku sem annað tungumál.
                              
Kristrún Sigurjónsdóttir, deildarstjóri og kennsluráðgjafi, Hafnarfirði.

9.25-9.55             Virka hefðbundin matstæki á nemendur með íslensku sem annað tungumál?
                               Guðlaug Snorradóttir, deildarstjóri o.fl. fulltrúar Álfhólsskóla, Kópavogi.   

9.55-10.00           Samantekt og slit.
                               Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík.

Fundarstjóri, Hulda Karen Daníelsdóttir, verkefnastjóri og kennsluráðgjafi.


  • Fundurinn er öllum opinn. Kostnaður 2.300 kr., innifalið er morgunverður.
  • Nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrir 12. júní á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins, www. mrn.is   
  • Hægt að fylgjast með fundinum á netinu á vefslóðinni:  http://www.samband.is/um-okkur/bein-utsending/ . Upptaka af fundinum verður aðgengileg á vef ráðuneytisins og á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
  • Í kjölfar morgunverðarfundar halda á sama vettvangi kennsluráðgjafar samráðsfund um mögulega stofnun fagfélags kennsluráðgjafa o.fl. mál er varða starfið.
 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum