Hoppa yfir valmynd
18. júní 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Myndlistarsjóður hefur tekið til starfa

Sjóðurinn á að stuðla að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis.

Myndlistarsjóður hefur tekið til starfa. Sjóðurinn starfar á grundvelli myndlistarlaga nr. 64/2012 og úthlutunarreglna samþykktum af mennta- og menningarmálaráðherra þann 24. apríl 2013. Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og kostun verkefna sem falla undir hlutverk og starfsemi myndlistarráðs. Þannig skal stuðlað að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist hérlendis sem erlendis. Sjóðurinn veitir verkefnastyrki sem ætlaðir eru til að auðvelda framkvæmd verkefna á sviði listsköpunar og listrannsókna. Jafnframt veitir sjóðurinn styrki til undirbúnings verkefna sem falla undir starfssvið sjóðsins.

Myndlistarráð úthlutar styrkjum út sjóðnum. Mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað myndlistarráð til þriggja ára sem hér segir:

Aðalmenn:

  • Kristján Steingrímur Jónsson formaður, skipaður án tilnefningar,
  • Ólöf K. Sigurðardóttir varaformaður, tilnefnd af Listfræðafélagi Íslands,
  • Ásmundur Ásmundsson tilnefndur af Sambandi íslenskra myndlistarmanna,
  • Ósk Vilhjálmsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna,
  • Halldór Björn Runólfsson tilnefndur af Listasafni Íslands.

Varamenn:

  • Ingibjörg Jóhannsdóttir skipuð án tilnefningar,
  • Hlynur Helgason tilnefndur af Listfræðafélagi Íslands,
  • Hrafnhildur Sigurðardóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna,
  • Ingibjörg Gunnlaugsdóttir tilnefnd af Sambandi íslenskra myndlistarmanna,
  • Dagný Heiðdal tilnefnd af Listasafni Íslands.

 

Umsóknarfrestur er til 29. júlí nk. kl. 17. Sjá nánar á www.myndlistarsjodur.is

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum