Hoppa yfir valmynd
18. júní 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

TARK - Teiknistofan Arkitektar hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.

Nýju húsi er ætlað að bæta aðstöðu fyrir verk- og starfsnám í skólanum.

TARK - Teiknistofan Arkitektar hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
TARK - Teiknistofan Arkitektar hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.
TARK - Teiknistofan Arkitektar hlaut fyrstu verðlaun í hönnunarsamkeppni um stækkun á verknámsaðstöðu Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Niðurstöður voru kynntar og verðlaun afhent við athöfn í húsnæði skólans. Teiknistofa arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar ehf. hlutu önnur verðlaun og þriðju verðlaun hlaut Arkitektastofan OG ehf.
Allar tillögurnar verða til sýnis í skólanum til mánaðarmóta, sjá nánar á vef Framkvæmdasýslu ríkisins,
www.fsr.is


Þann 8. mars 2012 gerðu mennta- og menningarmálaráðuneytið og sveitarfélög sem eiga aðild að Fjölbrautaskóla Suðurlands með sér samning um stækkun á verknámsaðstöðu skólans. Í framhaldi var gerð frumathugun, þarfagreining unnin og byggingarnefnd skipuð. Ákveðið var að bjóða til opinnar samkeppni um hönnun á stækkun verknámsaðstöðunnar og skipaði mennta- og menningarmálaráðherra dómnefnd í desember 2012. Í samkeppnislýsingu kemur fram að stækkuninni er ætlað að bæta aðstöðu fyrir metnaðarfullt verk- og starfsnám, að nýbyggingin skuli falla vel að núverandi húsnæði, bæði innra fyrirkomulagi og ytra útliti og nauðsyn fyrir sveigjanleika í skólastarfi. 

Samkeppnin var hönnunarsamkeppni, opin öllum sem uppfylltu skilyrði samkeppnislýsingar. Hún var auglýst í blöðum hérlendis, á vef Ríkiskaupa og á EES-svæðinu sl. vor. Skilafrestur var 24. apríl 2013. 25 tillögur bárust og voru 24 tillögur metnar. Dómnefnd mat þær út frá þeim áherslum sem lagðar voru og veitti þeim umsögn,  sem birt er í sérstökum bæklingi. Dómnefndin leitaði einkum eftir snjöllum hugmyndum með það að meginmarkmiði að finna tillögu sem leysir viðfangsefnið á heildstæðan hátt með vandaðri og góðri byggingarlist. Einnig að tillagan væri í samræmi við áherslur sem fram komu í samkeppnislýsingu.

Ákveðið var að veita þremur tillögum verðlaun, þremur tillögum viðurkenningu með innkaupum og þremur tillögum viðurkenningu sem athyglisverðum tillögum. Allar vinningstillögurnar svara væntingum sem lýst er í keppnislýsingu, en niðurstaða dómnefndar er að veita tillögu nr. 16 frá  TARK - Teiknistofan Arkitektar fyrstu verðlaun. Í hönnunarhópi stofunnar eru Ásgeir Ásgeirsson, Ásmundur H. Sturluson, Halldór Eiríksson, Hlín Finnsdóttir og Michael Blikdal Erichsen.

Í umsögn dómnefnddar um vinningstillöguna segir: „Byggingin er á einni hæð með verkstæðisbyggingum sem stingast upp úr heildinni og gefa þannig fyrirheit um þá starfsemi sem þar fer fram. Formið er tímalaust og burðarvirki er augljóst og um leið fræðandi og spennandi. Heildaryfirbragð er gott og er Hamar á sannfærandi hátt órjúfanlegur hluti af heildarásýnd. Guli liturinn hefur beina skírskotun til Odda og dagsbirtunotkun er góð. Aðalinngangur er í suður, beint á aðalinngang Odda og inngangur er á vesturhlið en bæta þarf tengingu við Iðu.

 Staðsetning á hjólastæðum er hvetjandi fyrir þann ferðamáta og hringlaga fletir á útisvæði, sem hafa skírskotun í göt í skyggni, eru áhugaverðir sem húsgögn. Litlar breytingar eru gerðar á aðkomu akandi

umferðar sem þykir ekki nægilega góð til vesturs og að mati dómnefndar á ekki að gera áfram ráð fyrir hringakstri á bílastæði, þvert yfir gönguleið milli Odda og nýbyggingar. Einnig draga bílastæði sunnan við nýbyggingu úr fýsileika gangandi umferðar yfir til Odda og Iðu. Það er jákvætt að gert er ráð fyrir varðveislu á trjábelti sunnan og vestan við nýbyggingu og plöntun trjáa austan við hana. Hringakstur á útisvæði tréiðnar auðveldar flutninga að og frá byggingunni. Aðalinngangur er í góðu skjóli og sjónræn tengsl skólatorgs við útisvæði veita lífi bæði út á útisvæðið og inn í nýbygginguna.

Útfærsla á innri tengingu nýbyggingar við Hamar er ekki nægilega vel unnin. Gangar eru langir og lítt brotnir upp, þeir eru lokaðir og vantar sterkari tengipunkt, sérstaklega þegar innar dregur frá aðalanddyri.

Staðsetning búningsaðstöðu er góð m.t.t. til eðlis verklegra greina en er ekki nægilega vel útfærð. Aðskilnaður milli tré- og málmgreina bætir hljóðvist og flæði milli vinnusvæða í hverri verkgrein er gott. Staðsetning á tréiðn gefur nemendum í Odda innsýn inn í það sem þar fer fram og stuðlar að samskiptum milli verknáms og bóknáms. Uppröðun rýma í kringum útisvæði tréiðnar er vel leyst. Bóknámsstofur dreifast lítið um bygginguna, þær eru nánast allar staðsettar í norður- og vesturhluta verknámsaðstöðunnar. Rafiðn er of afsíðis og æskilegt er að verkleg stofa háriðnar hafi sér inngang. Kennarastofa, smiðja og margmiðlun eru miðsvæðis sem og búningsaðstaða og snyrtingar.

Stækkunin er hagkvæm m.t.t. byggingarkostnaðar. Tillagan gerir ráð fyrir að Hamar standi áfram og að hægt sé að bæta við verknámsrými sunnan megin við nýbygginguna, enn nær Odda“.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum