Hoppa yfir valmynd
20. júní 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Innritun 10. bekkinga í framhaldsskóla lokið

Allir umsækjendur úr 10. bekk fá skólavist í framhaldsskólum í haust.

Innritun 10. bekkinga í framhaldsskóla á haustönn 2013 er nú lokið. Alls sóttu 4.141 nemendur um skólavist og fengu 85.17% þeirra skólavist í þeim skóla sem þeir völdu sér í fyrsta vali og 12.36% í öðru vali. Alls fengu því 97.53% nemenda skólavist í þeim skólum sem þeir óskuðu eftir. Rétt um 100 nemendur af 4.141 komust ekki inn í þá skóla sem þau völdu sér og var þeim því fundin skólavist í öðrum skólum.
Búið er að opna fyrir upplýsingar um úrvinnslu umsókna á innritunarvef og er það sex dögum á undan áætlun.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum