Hoppa yfir valmynd
19. júlí 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Undirritun samnings milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína 19. júlí 2013

Í dag, 19. júlí, mun Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, undirrita samning milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína um samstarf þjóðanna á sviðum vísinda og tækni.

Undirritun samnings milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína 19. júlí 2013
Undirritun samnings milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína 19. júlí 2013

Tilgangur samningsins er að efla enn frekar samstarf landanna á þessum sviðum með heimsóknum og vistaskiptum vísindamanna og framhaldsnema, sameiginlegum rannsóknaverkefnum og samskiptum af öðru tagi eins og stofnun sameiginlegra rannsókna- og þróunarmiðstöðva. Í þessum tilgangi verður sett á fót sameiginleg nefnd landanna sem verður samningsaðilum til ráðgjafar um framkvæmd samningsins.

Fyrir hönd Alþýðulýðveldisins Kína mun hr. Cao Jianlin, aðstoðarráðherra Kína á sviði vísinda og tækni undirrita samninginn en með honum í för eru háttsettir embættismenn.

Undirritunin fór fram í Þjóðmenningarhúsinu kl. 15.00.

Undirritun samnings milli Íslands og Alþýðulýðveldisins Kína 19. júlí 2013Frá undirritun samstarfssamnings Íslands og Kína um vísindi og rannsóknir.
Á myndinni eru Illugi Gunnarssons, mennta- og menningarmálaráðherra og Cao Jianlin, aðstoðarráðherra vísinda- og tæknimála í Kína.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum