Hoppa yfir valmynd
20. ágúst 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum um styrki til atvinnuleikhópa og starfslauna listamanna

RANNÍS hefur tekið að sér umsýslu fyrir sjóði á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis.

Auglýst var 17. ágúst sl. eftir umsóknum um styrki til atvinnuleikhópa og starfslauna listamanna. Þá var auglýst eftir umsóknum um styrki úr Æskulýðssjóði 14. ágúst sl.
Samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur RANNÍS tekið að sér umsjón með innlendum sjóðum á sviði menntunar, menningar, íþrótta og æskulýðsmála frá og með árinu 2013. Um er að ræða eftirtalda sjóði og stuðningsaðgerðir:

  • Barnamenningarsjóður
  • Íslenskukennsla fyrir útlendinga
  • Íþróttasjóður
  • Norrænir námsmannastyrkir
  • Orlofssjóður framhaldsskóla
  • Samstarfsnefnd um endurmenntun framhaldsskólakennara
  • Starfsemi atvinnuleikhópa
  • Starfslaun listamanna
  • Tónlistarsjóður
  • Vinnustaðanámssjóður
  • Þróunarsjóður námsgagna
  • Æskulýðssjóður

 

Allar upplýsingar um sjóðina og auglýsingar eftir umsóknum eru á vef Rannís.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum