Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Færeyingar kynna sér skólamál hér á landi

Ráðherra menntamála í Færeyjum ásamt fylgdarliði kynnir sér skólamál með tilliti til nemenda með sérstakar þarfir.

Færeyingar kynna sér skólamál hér á landi
Færeyingar kynna sér skólamál hér á landi

Bjørn Kalsø landsstýrimaður, ráðherra menntamála í Færeyjum hitti Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra á fundi hér á landi í dag. Færeyski ráðherrann ásamt hópi sérfræðinga og embættismanna frá Færeyjum dvelja hér á landi til að kynna sér skólamál, sérstaklega hvernig komið er til móts við nemendur með sérþarfir, ekki síst þá sem komnir eru í framhaldsskóla.
Bjørn Kalsø heimsækir tvo skóla, Klettaskóla og Tækniskólann, ásamt Illuga Gunnarssyni, en auk þess mun færeyski hópurinn kynna sér starfsemi Þroskahjálpar, Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, Fjölbrautaskólans við Ármúla og fleiri aðila. Ráðuneyti menntamála, menningarmála, rannsókna og kirkjumála í Færeyjum heitir Mentamálaráðið, mmr.fo og aðalstjóri/ráðuneytisstjóri er Poul Geert Hansen.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum