Hoppa yfir valmynd
28. ágúst 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lærum og leikum með hljóðin

Nýtt forrit til að auka orðaforða og hljóðkerfisvitund barna.
Nýtt forrit til að auka orðaforða og hljóðkerfisvitund barna.
Nýtt forrit til að auka orðaforða og hljóðkerfisvitund barna.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrv. forseti Íslands opnuðu með formlegum hætti nýtt smáforrit fyrir börn. Íslenska útgáfan heitir „Lærum og leikum með hljóðin“ og enska útgáfan „Kids Sound Lab“. Forritið er ætlað öllum barnafjölskyldum og fagfólki sem vilja veita börnum forskot á hljóðmyndun, auka orðaforða þeirra og undirbúa þau fyrir lestrarnám.
Höfundur efnisins er Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur en auk hennar komu um 40 manns að gerð þess og útgáfu. Margskonar kennsluefni hefur þegar verið gefið út um sama efni og verið reynt í mörgum skólum með góðum árangri að sögn Bryndísar.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum