Hoppa yfir valmynd
30. ágúst 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjölsótt málþing um námsmat

Rætt um meginatriði í námsmati í ljósi nýrrar menntastefnu. Upptaka af ráðstefnunni er aðgengileg á vef.

Fjölsótt málþing um námsmat
Fjölsótt málþing um námsmat

Illugi Gunnarsson ávarpaði málþing sem mennta- og menningarmálaráðuneyti stóð fyrir í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands, um námsmat samkvæmt nýjum aðalnámskrám leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Tæplega 500 manns sótti málþingið, sem haldið var í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði og í Háskólanum á Akureyri auk þess sem fólk safnaðist saman á 15 stöðum víðsvegar um landið til að fylgjast með útsendingum frá málþinginu og ræða efni þess í málstofum.

Í ávarpi sínu hvatti mennta- og menningarmálaráðherra m.a. til opinnar og fordómalausrar umræðu um öll málefni skólans og að mikilvægt væri að nýta niðurstöður námsmats til að bæta skólastarfið.

Tilgangur málþingsins var að beina sjónum að meginatriðum í námsmati í ljósi nýrrar menntastefnu og leiða saman fólk af öllum skólastigum til að kynna þróunarstarf, ræða um stöðuna og læra hvert af öðru. Flutt voru fjögur inngangserindi sem fjölluðu um námsmat í skólum, lokamat í grunnskóla, mat á lykilhæfni og breytingastjórnun. Að því loknu voru haldnar fimmtán málstofur, þar sem fjallað var um fimm meginþemu: Tilgangur námsmats, hlutverk stjórnenda, námsmat í aðalnámskrám, leiðsagnarmat og skráningar og mat.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum