Hoppa yfir valmynd
12. september 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra áfrýjar ekki dómi Héraðsdóms

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur ákveðið í samráði við stjórnarformann LÍN að íslenska ríkið muni ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli námsmanna gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna. Jafnframt verður lögð fram tillaga um hið sama í stjórn LÍN.

Mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, hefur ákveðið í samráði við stjórnarformann LÍN að íslenska ríkið muni ekki áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli  námsmanna gegn Lánasjóði íslenskra námsmanna. Jafnframt verður lögð fram tillaga um hið sama í stjórn LÍN.

Með ákvörðun sinni vill ráðherra eyða þeirri óvissu sem risið hefur í málefnum námsmanna í kjölfar dómsins. Að mati ráðherra myndi áfrýjun dómsins meðal annars viðhalda óvissu þar sem niðurstaða í Hæstarétti fæst mögulega ekki fyrr en eftir að haustannarpróf hefjast hjá nemendum.

Eftir sem áður leggur mennta- og menningarmálaráðherra áherslu á að þeirri stefnumörkun verði fylgt að miða námsframvindukröfur við 22 einingar á misseri (þ.e. 73% námsframvindu eins og meginreglan er annars staðar á Norðurlöndum), þó að framkvæmd þeirrar breytingar verði frestað til skólaársins 2014-2015.

Ljóst er að dómurinn hefur áhrif á fjárhagsstöðu LÍN og er áætlað að þörf fyrir aukið framlag ríkisins vegna þessa sé um 350 milljónir króna. Þrátt fyrir það verða ekki teknir fjármunir úr ríkissjóði, heldur verður að ganga á eigið fé sjóðsins. Ráðherra leggur áherslu á að sú skerðing verði lagfærð á næstu misserum hjá sjóðnum sjálfum. 

Reykjavík 12. September 2013

Nánari upplýsingar veitir: Sigríður Hallgrímsdóttir

 

 

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum