Hoppa yfir valmynd
18. september 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Myndlistarsjóður veitir styrki

Úthlutað hefur verið í fyrsta sinn úr myndlistarsjóði.

Úthlutað var í fyrsta sinn úr myndlistarsjóði  16.september sl. , samtals 20 millj. kr. til myndlistarmanna og fagaðila á sviði myndlistar. Sjóðnum bárust 83 umsóknir, þar af 66 um verkefnastyrki og 17 um undirbúningsstyrki. Heildarfjárhæð umsókna var 121 millj. kr. Úthlutað var samtals 2.500.000 kr. í undirbúningsstyrki til 8 verkefna og samtals 17.500.000 kr. í verkefnastyrki til 20 verkefna.

Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem mennta- og menningarmálaráðherra setur. Sjá nánar í fréttatilkynningu frá myndlistarráði.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum