Hoppa yfir valmynd
20. september 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Heimsókn í Kennarahúsið

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti forsvarsmenn kennarasamtaka í Kennarahúsinu við Laufásveg.
Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti forsvarsmenn kennarasamtaka í Kennarahúsinu við Laufásveg.
Illugi-Gunnarsson-heimsotti-forsvarsmenn-kennarasamtaka

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti forsvarsmenn kennarasamtaka í Kennarahúsinu við Laufásveg. Þórður Hjaltested formaður Kennarasambands Íslands tók á móti ráðherra og fylgdarliði hans, sýndi þeim húsakynnin og kynnti starfsmenn sambandsins og þeirra félaga, sem þar hafa aðsetur. Að Kennarasambandinu standa átta félög, þ.e. Félag grunnskólakennara, Félag framhaldsskólakennara, Félag leikskólakennara, Félag tónlistarskólakennara, Skólastjórafélag Íslands, Félag stjórnenda í framhaldsskólum, Félag stjórnenda leikskóla og Félag kennara á eftirlaunum. Félagsmenn eru um 10.000.

Að lokinni kynningu var haldinn fundur með ráðherra og forsvarsmönnum Kennarasambandsins og þeirra félaga, sem að því standa og farið yfir þau málefni sem framundan eru í menntamálum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum