Hoppa yfir valmynd
23. september 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menntaskólinn í Kópavogi 40 ára

Afmæli skólans fagnað að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.
Afmæli M.K. fagnað að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra.
Afmæli M.K. fagnað að viðstöddum mennta- og menningarmálaráðherra

Menntaskólinn í Kópavogi var stofnaður árið 1973 og fagnar því 40 ára afmæli á þessu ári. Fyrsta veturinn voru 125 nemendur en núna eru um 1400 sem stunda nám á þremur sviðum. Flestir nemendur skólans stunda nám til stúdentsprófs, um 850. Um 300 nemendur eru á matvælasviði og um 250 í ferðamálanámi. 

Ein af helstu skrautfjöðrum skólans er án efa vandað matvælanám, sem hefur ekki síst vakið athygli fyrir gott skipulag þar sem fræðilegi þátturinn og vinnustaðanámið spilar saman. Tekist hefur gott samstarf við faggreinina úti í atvinnulífinu. Skólinn hefur sýnt í verki viðleitni sína til að þjóna fjölbreyttum nemendahópi og vakti m.a. athygli á níunda áratugnum með brautryðjendastarfi fyrir nemendur sem stóðu höllum fæti við lok grunnskólans. Hann varð þá fyrstur framhaldsskóla til að bjóða formlegt fornám og hefur  einnig lagt mikilvæg lóð á vogarskálina í þjónustu við fatlaða nemendur með rekstri deildar fyrir einhverfa nemendur.

Árið 2000 setti skólinn sér stefnu um fartölvuvæðingu og að upplýsingatækni væri notuð í allri kennslu og því var við hæfi að á afmælishátíðinni opnaði Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra nýtt upplýsingatækniver, sem er samþætting á starfsemi bókasafns og tölvuþjónustu skólans.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum