Hoppa yfir valmynd
23. september 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Þakkir til stjórnvalda

Frjálsíþróttasamband Íslands þakkar stuðning ríkisstjórnar við Anítu Hinriksdóttur.

Frjálsíþróttasamband Íslands hefur hrundið af stað happdrætti til að afla tekna til að auka útbreiðslu- og fræðslustarf hreyfingarinnar um holla hreyfingu og lýðheilsuvæna lifnaðarhætti, og tækifæri fólks á öllum aldri og getustigum til ástundunar og framfara í frjálsíþróttum. 
Sambandið afhenti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Illuga Gunnarsyni mennta- og menningarmálaráðherra, f.h. ríkisstjórnarinnar, fyrstu tvo miðana í happdrættinu, sem þakklætisvott fyrir stuðning við starfsemi þess og sérstaklega vegna afreka Anítu Hinriksdóttur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum