Hoppa yfir valmynd
23. september 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjölbrautaskóli Vesturlands fær Gulleplið

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Fjölbrautaskóla Vesturlands Gulleplið fyrir að skara fram úr í heilsueflingu.

Fjölbrautaskóli Vesturlands fær Gulleplið
Fjölbrautaskóli Vesturlands fær Gulleplið

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Fjölbrautaskóla Vesturlands Gulleplið fyrir að skara fram úr í heilsueflingu. Gulleplið, sem nú er afhent í þriðja sinn, er sérstök viðurkenning, sem veitt er til framhaldsskóla sem talinn er hafa skarað fram úr í heilsueflingu á síðasta skólaári. Þetta samstarfsverkefni um heilsueflingu hófst árið 2010 og ef frá eru taldir örfáir sérskólar eru nú allir framhaldsskólar landsins þátttakendur í því og skarta á vefsíðum sínum kjörorðunum  „heilsueflandi framhaldsskóli“.

Um er að ræða víðtækt samstarf um bætta heilsu og heilbrigði ungmenna og standa Embætti landlæknis, velferðarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, félög framhaldsskólanema, Félag íslenskra framhaldsskóla og Ráðgjafarnefnd um æskulýðsrannsóknir saman að átakinu. Verkefnið felur ekki aðeins í sér að bæta heilsu og auka líkamlegt atgervi heldur er höfuðáhersla átaksins á fjögur viðfangsefni, þ.e. næringu, hreyfingu, geðrækt og lífsstíl. Áhersla er lögð á jákvætt forvarnargildi heilsueflingar fyrir ungt fólk og markmið skólanna mótast síðan af þeirri trú að heilsueflandi umhverfi bæti líðan nemenda, stuðli að bættum námsárangri og dragi úr brottfalli.

Flensborgarskólanum í Hafnarfirði varð fyrstur framhaldsskóla til að verða heilsueflandi skóli og hlaut gulleplið haustið 2011. Haustið 2012 varð síðan Verslunarskóli Íslands fyrir valinu.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum