Hoppa yfir valmynd
30. september 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fræðsluþing um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi verða haldin í október

Fræðsluþing vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verða haldin á ellefu stöðum á landinu í október. Þingin eru haldin á vegum innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis.

Vel heppnuð fræðsluþing Vitundarvakningar um land allt
Vel heppnuð fræðsluþing Vitundarvakningar um land allt

Fræðsluþing vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum verða haldin á ellefu stöðum á landinu í október. Þingin eru haldin er á vegum innanríkisráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og velferðarráðuneytis.

Fræðsluþingin eru hugsuð fyrir stjórnendur, kennara og annað starfsfólk grunn- og framhaldsskóla. Einnig eru hvattir til að mæta forvarnarfulltrúar, náms- og starfsráðgjafar, þeir sem starfa við íþrótta- og æskulýðsmál, barnavernd, heilsugæslu og félagsþjónustu að ógleymdum sveitarstjórnum og löggæslu.

Vitundavakning leggur áherslu á að fræða þá sem vinna með börnum um eðli og afleiðingar kynferðislegs, andlegs og líkamlegs ofbeldis, svo allir séu í stakk búnir til að bregðast við, ef börn sýna þess merki að hafa orðið fyrir ofbeldi.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum