Hoppa yfir valmynd
1. október 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Auglýst eftir umsóknum í hönnunarsjóð

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra opnaði vef fyrir hönnunarsjóð, sem mun úthluta styrkjum í fyrsta sinn á þessu ári.
Auglýst eftir umsóknum í hönnunarsjóð
Auglýst eftir umsóknum í hönnunarsjóð

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti Hönnunarmiðstöð Íslands og opnaði vef fyrir hönnunarsjóð, sem mun úthluta styrkjum í fyrsta sinn á þessu ári.

Hönnunarsjóður starfar á grundvelli reglna sem  mennta- og menningarmálaráðherra setti 13. febrúar 2013 og úthlutunarreglna samþykktum af ráðherra 9. júlí 2013. Hlutverk hönnunarsjóðs er að efla þekkingu og atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi og ráðgjöf. Einnig að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis sem stuðlar að útflutningi á íslenskri hönnun. Veittir verða styrkir í fjórum flokkum:

  • þróunar- og rannsóknarstyrkir,
  • verkefnastyrkir,
  • markaðs- og kynningarstyrkir og
  • ferðastyrkir.

Stjórn hönnunarsjóðs ákvarðar hlutdeild heildarfjármagns í hvern flokk hverju sinni.

Stjórn hönnunarsjóðs metur styrkhæfi umsókna og ákveður afgreiðslu þeirra. Mat stjórnarinnar skal einkum byggjast á eftirtöldum sjónarmiðum eftir því sem við á:

  • gæði og stöðu hugmyndar verkefnis,
  • faglegum bakgrunni umsækjenda,
  • að fjárhagsgrundvöllur verkefnisins sé fullnægjandi til lúkningar þess,
  • gildi og mikilvægi fyrir eflingu íslenskrar hönnunar og arkitektúrs.

Ekki eru veittir styrkir til rekstrar og umsýslu samtaka, fyrirtækja og stofnana, né til verkefna og viðburða sem þegar hafa átt sér stað.

Hönnunarmiðstöð Íslands annast umsýslu hönnunarsjóðs. Stjórn sjóðsins skipa Ólafur Mathiesen formaður, skipaður án tilnefningar, Íva Rut Viðarsdóttir varaformaður, Ástþór Helgason og Haukur Már Hauksson, öll tilnefnd af Hönnunarmiðstöð Íslands og Helga Haraldsdóttir, tilnefnd af atvinnuvega og nýsköpunarráðuneyti.

Umsóknarfrestur rennur út 11. nóvember  og gert er ráð fyrir að niðurstöður um úthlutanir úr sjóðnum liggi fyrir um miðjan desember 2013. 

Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar eru  á vefnum www.sjodur.honnunarmidstod.is

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum