Hoppa yfir valmynd
5. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Viðurkenning fyrir vandað málfar

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Brodda Broddasyni viðurkenningu Minningarsjóðs Björns Jónssonar – Móðurmálssjóðsins.
Viðurkenning fyrir vandað málfar
Viðurkenning fyrir vandað málfar

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti Brodda Broddasyni varafréttastjóra Ríkisútvarpsins viðurkenningu Minningarsjóðs Björns Jónssonar – Móðurmálssjóðsins. Hann var stofnaður í janúar 1943 í minningu Björns Jónssonar, ritstjóra Ísafoldar og síðar ráðherra Íslands 1909-1911. Viðurkenningin er peningaverðlaun, sem skal verja til utanfarar, að því er segir í skipulagsskrá sjóðsins.

Tilgangur sjóðsins er að verðlauna menn sem vinna á fjölmiðlum og hafa að dómi sjóðsstjórnar undanfarin ár ritað svo góðan stíl og vandað íslenskt mál að sérstakrar viðurkenningar sé vert. Broddi Broddason er sá fimmtándi sem hlýtur verðlaun úr Móðurmálssjóðnum en áður hafa þessir hlotið þau: Karl Ísfeld (1946), Loftur Guðmundsson (1949), Helgi Sæmundsson (1956), Bjarni Benediktsson (1957), Matthías Johannessen (1960), Indriði G. Þorsteinsson (1961), Skúli Skúlason (1965), Magnús Kjartansson (1967), Eiður Guðnason (1974), Guðjón Friðriksson (1985), Illugi Jökulsson (1992), Jónas Kristjánsson (1996), Gísli Sigurðsson (2000) og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir (2004).

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum