Hoppa yfir valmynd
6. nóvember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samstarf um útgáfu íslensk-franskrar orðabókar

Frönsk stjórnvöld heita frekari styrk til útgáfu nýrrar orðabókar.

Samstarf um útgáfu íslensk-franskrar orðabókar
Samstarf um útgáfu íslensk-franskrar orðabókar

Illugi Gunnarson, mennta- og menningarmálaráðherra átti fund með Yaminu Benguigui, aðstoðarutanríkisráðherra Frakkands, sem m.a. er ábyrg fyrir ræktun franskrar tungu og menningar erlendis,  5. nóvember sl. Ráðherrarnir ræddu menningarsamstarf landanna og frönskukennslu á Íslandi. Lýsti franski ráðherrann áhuga á að heimsækja Ísland á næsta ári. Sérstaklega var rætt um samstarf um útgáfu íslensk-franskrar orðabókar, sem Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur  í erlendum tungumálum hefur hafið undirbúning að í samvinnu við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Hefur franska þingið þegar lagt fé til verkefnisins  fyrir tilstuðlan sendiherra Frakka á Íslandi en á fundinum lýsti franski ráðherrann vilja til að styðja verkefnið enn frekar.

Mennta- og menningarmálaráðherra er staddur í París vegna aðalráðstefnu Menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem hann mun ávarpa fimmtudaginn 7. nóvember nk. Ráðherra mun í heimsókn sinni einnig sitja norrænan ráðherrafund vegna ráðstefnunnar og sameiginlegan fund norrænu ráðherranna með menntamálaráðherra Kína. Þá mun  ráðherrann m.a. eiga fund með menntamálaskrifstofu OECD, heimsækja Norðurlandadeild Sorbonne-háskóla og eiga fund með formanni Íslandsvinafélags franska þingsins. Hann mun þá opna myndlistasýningu fjögurra íslenskra listamanna í La Maison d'Art Bernard Anthonioz.


Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum