Hoppa yfir valmynd
3. desember 2013 Mennta- og barnamálaráðuneytið

SignWiki –hlýtur evrópska viðurkenningu

SignWiki.is, þekkingarbrunnur um íslenskt táknmál hlaut viðurkenningu sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni þegar afhent voru evrópsk nýsköpunarverðlaun EPSA.

SignWiki –hlýtur evrópska viðurkenningu
SignWiki –hlýtur evrópska viðurkenningu

SignWiki.is, þekkingarbrunnur um íslenskt táknmál hlaut viðurkenning sem framúrskarandi nýsköpunarverkefni þegar afhent voru evrópsk nýsköpunarverðlaun EPSA (European Public Sector Awards). Valgerður Stefánsdóttir forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra tók við sérstakri viðurkenningu fyrir framúrskarandi nýsköpunarverkefni þegar Evrópsku nýsköpunarverðlaunin, EPSA 2013, voru afhent í Maastricht í Hollandi. Alls voru 15 verkefni sérstaklega viðurkennd, þar af tvö íslensk verkefni: SignWiki - þekkingarbrunnur um íslenskt táknmál og notkun lögreglunnar á samfélagsmiðlum (Facebook).

SignWiki.is er þekkingarbrunnur um íslenskt táknmál þar sem finna má táknmálsorðabók, fræðsluefni um táknmál, táknmálstúlkun og döff (döff er samheiti heyrnarlausra sem tala táknmál), örnámskeið í táknmáli og æfingar, fræðsluefni fyrir foreldra og kennara döff barna og ýmislegt fleira.

SignWiki.is er rekið af Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Upphafsmenn þess eru Dr. Davíð Bjarnason og forstöðumaður Samskiptamiðstöðvar. Upphafleg hugmynd verkefnisins var að þróa vefsvæði sem hægt væri að nota jöfnum höndum í tölvum, I-pad og snjallsímum sem hægt væri að setja upp í þróunarlöndum og víðar. Nú þegar eru komin upp SignWiki svæði í Namibíu (na.signwiki.org), Tanzaníu (tz.signwiki.org), Noregi (no.signwiki.org), Finnlandi (finsl.signwiki.org) og Færeyjum (fo.signwiki.org).

SignWiki.is hlaut nýsköpunarverðlaun í opinberum rekstri á Íslandi í október 2012.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum