Hoppa yfir valmynd
6. janúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fundur höfundaréttarráðs

Viðhorf Pírata til höfundaréttar og höfundalaga rædd.

Fundur höfundaréttarráðs
Fundur höfundaréttarráðs

Fjórði fundur höfundaréttarráðs var haldinn í Þjóðminjasafninu 3. janúar sl.  Höfundaréttarráð er vettvangur fyrir kynningu og umræðu um þau höfundaréttarmálefni sem efst eru á baugi á hverjum tíma, einkum tillögur um breytingar á höfundalögum og áhrif höfundalaga á samfélagið. 

Magnús Ragnarsson aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra var fundarstjóri auk þess sem hann ávarpaði fundinn í upphafi hans. Rán Tryggvadóttir, formaður höfundaréttarráðs og Jón Vilberg Guðjónsson skrifstofustjóri fjölluðu um breytingar á höfundalögum nr. 73/1972, sem nú er unnið að, þar á meðal um samningskvaðir og um lengingu á verndartíma hljóðrita. Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri STEFs kynnti  drög að nýrri tilskipun ESB um starfsemi höfundaréttarfélaga, sem að líkindum mun hafa talsverð áhrif t.d. á starfsemi STEFs. Birgitta Jónsdóttir þingmaður kynnti viðhorf Pírata til höfundaréttar og höfundalaga og fundinum lauk með pallborðsumræðum, sem Magnús Ragnarsson stýrði, með þátttöku Birgittu Jónsdóttur, Guðrúnar Bjarkar Bjarnadóttur, Tómasar Þorvaldssonar fulltrúa Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Helgu Sigrúnar Harðardóttur  fulltrúa Fjölís.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum