Hoppa yfir valmynd
21. janúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Fjárhagslega áhætta í rekstri LÍN

Skýrsla um fjárhagslegar áhættur í rekstri Lánasjóðs íslenskra námsmanna, sem unnin var á grunni upplýsinga úr reiknilíkani Ríkisendurskoðunar um framlagsþörf sjóðsins.


Í skýrslu  um fjárhagslegar áhættur í rekstri LÍN sem Summa ráðgjöf slf. gerði á grunni upplýsinga úr reiknilíkani Ríkisendurskoðunar um framlagsþörf sjóðsins segir m.a. að opinber stuðningur við námsmenn vaxi í hlutfalli við lengd námstíma og upphæð námslána. Þá segir að námsmönnum sem þiggja lán hjá LÍN hafi fjölgað töluvert frá námsárinu 2007-2008, námstími sé að lengjast og fjárhæð lána námsmanna að hækka. Skýrsluhöfundar telja að hærri námslán minnki almennt líkur á fullum endurheimtum en afskriftir námlána og vaxtaafsláttur feli í sér verulegan opinberan stuðning við námsmenn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum