Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýbygging Framhaldsskólans í Mosfellsbæ tekin í notkun

Nýja skólahúsið er um 4000m2  og tekur um 400 til 500 nemendur.

Nýbygging Framhaldsskólans í Mosfellsbæ tekin í notkun
Nýbygging Framhaldsskólans í Mosfellsbæ tekin í notkun

Nýbygging Framhaldsskólans í Mosfellsbæ var formlega tekin í notkun föstudaginn 14. janúar 2014 að viðstöddum Illuga Gunnarssyni mennta- og menningarmálaráðherra, sem flutti ávarp ásamt skólameistara, bæjarstjóranum í Mosfellsbæ og fleirum.

Nýja skólahúsið er um 4000m og tekur um 400 til 500 nemendur. Hönnunarsamkeppni var haldin árið 2009 og fullnaðarh0nnun lauk tveimur árum síðar og verkið boðið út vorið 2012. Húsið er hannað af arkitektastofunni a2f arkitektar, Bryndís Bolladóttir gerði vegglistaverk, sem jafnframt gegna hlutverki við hljóðvist í húsinu, en verkfræðifyrirtækið Efla sá um hljóðhönnun. Birkir Einarsson hannaði landslag kringum skólahúsið og lýsinguna hannaði Drekafluga slf.

Við hönnun hússins var lögð áhersla á sveigjanleika og möguleika til nýbreytni og  gert ráð fyrir möguleikum til verulegrar stækkunar í framtíðinni. Það var tekið mið af þeirri hugmyndafræði að nemendur verði virkir þátttakendur í eigin námi og öðlist þannig sjálfstæði og frumkvæði.  Hönnunin tók  mið af þessum kennsluháttum með skilgreiningu á svokölluðum klasa rýmum sem samanstanda af lokuðum rýmum fyrir 20-30 nemendur, lokuðum rýmum fyrir minni hópa og opin rými bæði fyrir minni og stærri hópa.

Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ er hannaður skv. BIM-aðferðafræðinni, en hún gengur út á það að teikna bygginguna í þrívídd, þ.e. í  svokölluðu  upplýsingalíkani. Þetta líkan nýtist í hönnun, á framkvæmdatíma og sem eins konar handbók  í rekstri byggingar.

Frá byrjun var lögð áhersla á vistvæna hönnun og fljótlega var tekin sú ákvörðun að stefna að því að fá vottun skv. BREEAM, alþjóðlegu umhverfisvottunarkerfi fyrir byggingar. Þetta vottunarkerfi stuðlar að vistvænni byggingum og aukinni vellíðan notenda, en einnig má nefna lækkun á rekstrarkostnaði til langtíma.  

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum