Hoppa yfir valmynd
27. janúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

„Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“- verkefnið rætt í ráðuneytinu

Ungmennaráð SAFT og Samfés funduðu um verkefnið og ræddu við Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra.


Ungmennaráð SAFT og Samfés komu saman í MRN
Ungmennaráð SAFT og Samfés komu saman í MRN

Ungmennaráð SAFT og Samfés komu saman í mennta- og menningarmálaráðuneytinu föstudaginn 24. janúar sl. til að funda um „Ekkert hatur – orðum fylgir ábyrgð“ - verkefnið til að berjast gegn einelti, hatursáróðri, kynþáttafordómum og mismunun á netinu. Hópur stofnana og samtaka á Íslandi stendur á bak við átakið og er það hluti af verkefni Evrópuráðsins sem ber heitið „No Hate Speech Movement“. Fyrir hönd mennta- og menningarmálaráðuneytisins annast SAFT, Heimili og skóli – Landssamtök foreldra, SAMFÉS, Landssamband æskulýðsfélaga og Æskulýðsvettvangurinn, í samstarfi við Mannréttindaskrifstofu Íslands framkvæmd verkefnisins á Íslandi.

Á fundinum í ráðuneytinu tóku ungmennin þátt í hópeflisleikjum og kynntu innra starf ráðanna. Fulltrúar Samfés kynntu eineltisverkefnið Taktu afstöðu og ungmennaráðsfulltrúar SAFT sáu um jafningjafræðslu um örugga og jákvæða netnotkun. Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra kom á fundinn og átti langar og góðar samræður við unga fólkið um verkefnið og fleiri mál sem það varðar. Í lok dags unnu ungmennin saman í hópum og leituðust við að svara brennandi spurningum um hatursorðræðu á Íslandi, t.d.: Hverjar eru helstu birtingarmyndir hatursorðræðu? Hverjir verða helst fyrir henni og hver er skaðinn? Hvernig á að standa að jafningjafræðslu og menntun? Felst lausnin í ritskoðun?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum