Hoppa yfir valmynd
3. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur um Þekkingarnet Þingeyinga

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samning um starfsemi og þjónustu Þekkingarnets Þingeyinga

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Óli Halldórsson forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga undirrituðu fyrir skömmu samning um ráðstöfun rekstrarframlags í fjárlögum 2014-2016 fyrir starfsemi og þjónustu Þekkingarnets Þingeyinga sömu ár. Framlag ríkisins til samningsins er ákveðið í fjárlögum hvers árs og er 38,8 m.kr. árið 2014. Samningurinn tekur við af fyrri samningi sem rann út um liðin áramót. Meginmarkmið samningsins eru:

  • að mæta fræðsluþörf íbúa og atvinnulífs með framboði og miðlun náms,
  • að afla þekkingar og viðhalda, miðla henni og hagnýta á starfssvæðinu og
  • að stuðla að auknu samstarfi og samþættingu menntunar, rannsókna, fræðastarfs, menningarstarfsemi og atvinnuþróunar.

Samninginn má finna á heimasíðu Þekkingarnets Þingeyinga.

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum