Hoppa yfir valmynd
4. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mótun stefnu og aðgerðaráætlunar í upplýsingatækni í skólakerfinu

Unnið er að útfærslu verkefna í tengslum við meginmarkmið í stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016

Mennta- menningarmálaráðuneyti vinnur nú að útfærslu verkefna í tengslum við meginmarkmið í stefnu ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016. Eitt þeirra verkefna er mótun stefnu og aðgerðaráætlunar í upplýsingatækni í skólakerfinu, meðal annars með það að leiðarljósi að menntakerfið lagi sig að nýrri tækni og þörfum atvinnulífsins.

Haldinn var stefnumótunarfundur  með þátttöku fulltrúa skólasamfélagsins, atvinnulífsins, ráðuneytis, foreldrasamtaka, nemenda o.fl., samtals um 80 manns. Markmið fundarins var að kalla eftir hugmyndum um áherslur til framtíðar, verkefni og aðgerðir.

Á fundinum var unnið með nokkrar sviðsmyndir, sem unnar voru úr niðurstöðum vinnufundar með fulltrúum helstu hagsmunaaðila og viðtölum við einstaklinga í nóvember 2013. Í sviðsmyndunum er fjallað um æskilega stöðu í skipan þekkingaruppbyggingar á sviði upplýsingatækni í skólakerfinu við lok stefnumótunartímabilsins, sem er 2024. Sviðsmyndirnar eru framtíðarsýn, þ.e. hugsanleg staða á tilteknum tíma og verkefni fundarins var að ræða þann ímyndaða árangur, sem náðst hafði og svara spurningum á við:

 

  • Hvernig náðist sá árangur sem sviðsmyndin lýsir?
  • Hverju þurfti að breyta til að gera þann árangur sýnilegan?
  • Þurftum við að breyta því hvernig við vinnum saman til að ná þessum árangri?
  • Með hverjum unnum við til að ná þessum árangri?

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum