Hoppa yfir valmynd
5. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Nýskipan í starfsemi Listasafns Einars Jónssonar

Listasafni Íslands falið að annast ýmis verkefni á sviði stjórnsýslu Listasafns Einars Jónssonar
Undirritun samnings um starfsemi Listasafns Einars Jónssonar

Þann 31. janúar sl. var undirritaður samstarfssamningur milli mennta- og menningarmálaráðuneytisins, Listasafns Einars Jónssonar og Listasafns Íslands . Meginefni hans er að Listasafni Íslands er falið að annast ýmis verkefni á sviði stjórnsýslu Listasafns Einars Jónssonar. Formaður stjórnar Listasafns Einars Jónssonar, safnstjóri Listasafns Íslands og ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis undirrituðu samninginn, sem gildir til ársloka 2017, en með honum er lagður grundvöllur að auknu samstarfi safnanna og samráð um rekstur þeirra.

 

Ráðuneytið, sem fer m.a. með málefni listasafna í eigu ríkisins, hefur um nokkra hríð unnið að aukinni samvinnu þeirra í framtíðinni og leitað leiða til að gera starfsemina skilvirkari og stjórnsýslu þeirra hagkvæmari um leið. Vonast er til að það samstarf, sem hér hefur verið samið um, verði til hagræðingar og hagsbóta fyrir rekstur beggja safnanna og geri þau betur í stakk búin til að takast á við verkefni komandi ára.

 

Sigríður Melrós Ólafsdóttir hefur verið ráðin safnstjóri Listasafns Einars Jónssonar frá 1. janúar 2014, og kemur í hennar hlut að vinna að framgangi þessa samnings fyrir hönd safnsins í góðri samvinnu við starfsfólk Listasafns Íslands.

 

 

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum