Hoppa yfir valmynd
13. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrkir til náms í Japan

Styrkir til náms í Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum ríkisborgurum til að nema japönsku og japönsk fræði við háskóla í Japan.

Japanski fáninn
Japanski fáninn

Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslenskum ríkisborgurum til að nema japönsku og japönsk fræði við háskóla í Japan.  Styrkurinn er veittur í allt að eitt ár frá október 2014.

Sendiráð Japans á Íslandi í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið mun sjá um að velja fyrsta úrtak umsækjenda. Lokaákvörðun verður síðan tekin af menntamálaráðuneyti Japans (MEXT). 

Nánari upplýsingar um styrkina er að finna í fréttatilkynningu frá sendiráði Japans á Íslandi  (ensk útgáfa af fréttinni)

Útfylltum umsóknum skal skila eigi síðar en föstudaginn 7. mars til sendiráðs Japans við Laugaveg 182, 6. hæð, 101 Reykjavík. 

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 
13. febrúar 2014

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum