Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Lykilatriði um starfsnám fyrir nemendur með sérþarfir/fötlun

Evrópumiðstöð fyrir þróun í sérkennslu hefur gefið út skýrslu um starfsmenntun og þjálfun á sviði sérkennslu

Skýrslan er afrakstur verkefnis á vegum Evrópumiðstöðvarinnar sem hófst árið 2010 og lauk í nóvember 2012 og miðaði að því að kanna og greina hvaða atriði eru veigamest fyrir starfsnám fyrir nemendur með sérþarfir/fötlun á aldrinum 14-25 ára, með tilliti til atvinnumöguleika. Einkum var kannað hvað virkar í starfsnámi nemenda með sérþarfir/fötlun, hvers vegna það virkar og hvernig það virkar. Þátttakendur í verkefninu voru 28 aðildarlönd Evrópumiðstöðvarinnar og var Ísland þar á meðal. Í skýrslunni er verkefninu lýst og dæmi tekin um farsæla starfsemi á sviði starfsmenntunar fyrir nemendur með sérþarfir/fötlun. Þar kemur fram hvað vel heppnuð dæmi um starfsmenntun eiga sameiginlegt og hvað greinir þau að, og settar fram tillögur um hvernig bæta megi starfsmenntunarkerfi í viðkomandi löndum á tilteknum sviðum.

Skýrslan er á slóðinni:

http://www.european-agency.org/sites/default/files/european-patterns-of-successful-practice-in-vet_VET-Report_IS.pdf

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum