Hoppa yfir valmynd
21. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Styrktarsamningur við ReykjavíkurAkademíuna

Meginmarkmið samningsins er að efla formlegan vettvang fyrir sjálfstæðar rannsóknir og nýsköpun

Illugi Gunnarsson, Þórarinn Sólmundarson, Sólveig Ólafsdóttir og Ásta Magnúsdóttir við undirritun styrktarsamnings við Reykjavíkurakademíuna (ljósm. IngÓl.)
Undirritun styrktarsamnings við Reykajavíkurakademíunnar

Þann 5. febrúar sl. skrifuðu Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Sólveig Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar (RA) undir þriggja ára styrktarsamning. Meginmarkmið samningsins er að efla formlegan vettvang fyrir sjálfstæðar rannsóknir og nýsköpun með rekstri á öflugri rannsóknarstofnun og menningarmiðstöð, virkja og tengja saman þann mannafla sem stundar sjálfstæðar rannsóknir og hvetja til fjölfaglegs samstarfs milli einstaklinga, félagasamtaka, fyrirtækja, þekkingarsetra, háskóla, annarra mennta-, menningar- og fræðastofnana innanlands sem utan og stuðla að fræðilegri og gagnrýninni samfélagsumræðu.

RA er rannsóknar- og nýsköpunarstofnun í menningar-, hug- og félagsvísindum sem veitir vísindamönnum í sjálfstæðum rannsóknum starfsaðstöðu og rannsóknarþjónustu. Markhópur RA eru fræða- og fagfélög, menningar- og fræðastofnanir, sem og smáfyrirtæki sem byggja starfsemi sína á rannsóknum og miðlun þeirra. Sérstök áhersla er lögð á að veita ungum vísindamönnum í rannsóknartengdu framhaldsnámi innanlands sem utan aðstoð og aðstöðu eftir föngum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum