Hoppa yfir valmynd
26. febrúar 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Viðurkenning safna

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að tillögu safnaráðs veitt 39 menningarminja-, náttúru- og listasöfnum viðurkenningu samkvæmt nýjum safnalögum sem tóku gildi fyrir rúmu ári síðan

Mennta- og menningarmálaráðherra hefur að tillögu safnaráðs veitt 39 menningarminja-, náttúru- og listasöfnum viðurkenningu samkvæmt nýjum safnalögum, sem tóku gildi fyrir rúmu ári síðan og að mati safnaráðs markar þetta tímamót í íslenskum safnaheimi.

Markmiðið með viðurkenningu safna er að taka af öll tvímæli um stöðu viðkomandi safna, skyldur þeirra og samfélagslega ábyrgð. Viðurkenning ráðherra er opinber staðfesting á að skipulag og starfsemi þeirra fullnægi faglegum gæðakröfum, en safnaráð leggur faglegt mat á umsóknir um viðurkenningu safna og gerir tillögu til ráðherra þar að lútandi.

Meðal skilyrða fyrir viðurkenningu er að eigandi safnsins tryggi safninu fjárhagsgrundvöll fyrir eðlilega starfsemi, að safnið starfi eftir stofnskrá, skrái safnkost sinn í gagnagrunn sem uppfyllir skilmála safnaráðs og standist öryggiskröfur ráðsins. Sömuleiðis eru gerðar kröfur um menntun eða hæfni forstöðumanns, að safnið sinni faglegu starfi og taki á móti skólanemum án endurgjalds. Loks skal viðurkennt safn einnig fylgja siðareglum ICOM – alþjóðaráðs safna.

Ákvörðun ráðherra um viðurkenningu safns er ótímabundin, en ráðherra getur að fenginni tillögu safnaráðs afturkallað viðurkenningu safns telji ráðið að safnið uppfylli ekki lengur skilyrði viðurkenningar.

Viðurkennd söfn geta sótt um rekstrar- og verkefnastyrki í safnasjóð.

Þau söfn sem hafa hlotið viðurkenningu að þessu sinni eru:

  • Byggðasafn Árnesinga
  • Byggðasafn Borgarfjarðar
  • Byggðasafn Hafnarfjarðar
  • Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna
  • Byggðasafn Reykjanesbæjar
  • Byggðasafn Skagfirðinga
  • Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla
  • Byggðasafn Vestfjarða
  • Byggðasafnið Görðum, Akranesi
  • Byggðasafnið Hvoll, Dalvík
  • Byggðasafnið í Skógum
  • Flugsafn Íslands
  • Gljúfrasteinn - hús skáldins
  • Grasagarður Reykjavíkur
  • Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar
  • Heimilisiðnaðarsafnið
  • Hönnunarsafn Íslands
  • Landbúnaðarsafn Íslands ses.
  • Listasafn ASÍ
  • Listasafn Árnesinga
  • Listasafn Kópavogs-Gerðarsafn
  • Listasafn Reykjanesbæjar
  • Listasafn Reykjavíkur
  • Ljósmyndasafn Reykjavíkur
  • Menningarmiðstöð Hornafjarðar 
  • Menningarmiðstöð Þingeyinga
  • Minjasafn Austurlands
  • Minjasafn Egils Ólafssonar
  • Minjasafn Reykjavíkur
  • Minjasafnið á Akureyri
  • Náttúrufræðistofa Kópavogs
  • Nýlistasafnið
  • Sagnheimar, byggðasafn
  • Síldarminjasafn Íslands ses.
  • Sæheimar Fiskasafn
  • Tónlistarsafn Íslands
  • Tækniminjasafn Austurlands
  • Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum