Hoppa yfir valmynd
5. mars 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Reykjavíkurskákmótið hafið

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði skákmenn og gesti við upphaf mótsins, sem að þessu sinni er 50 ára afmælismót
Reykjavíkurskákmótið 2014, setningarathöfn
Reykjavíkurskákmótið 2014

Reykjavíkurskákmótið, sem að þessu sinni er 50 ára afmælismót, hófst í Hörpu í gær 4. mars 2014. Alls taka 254 skákmenn þátt í mótinu og þeir koma frá 35 ríkjum. Keppendur hafa aldrei verið fleiri  og meðal þeirra eru 28 stórmeistarar og 24 alþjóðlegir meistarar. Norðmenn eru fjölmennastir gestanna með 28 skákmenn, frá Þýskalandi eru 25 skákmenn og Íslendingarnir eru 99. Sumir keppendur koma langt að, t.d. frá Suður-Afríku, Argentínu, Brasilíu, Indland og Kína. 

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra ávarpaði skákmenn og gesti við upphaf mótsins og Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs lék fyrsta leikinn í skák þýska landsliðmannsins Arkedijs Naiditch og Guðlaugar Þorsteinsdóttur.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum