Hoppa yfir valmynd
10. mars 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti framhaldsskólakynningu og Íslandsmót iðn- og verkgreina

Illugi Gunnarsson og Simon Bartley
Menntamalaradherra--Verkidn-9

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning fór fram í Kórnum í Kópavogi 6. – 8. mars 2014.Þetta var fyrsta stóra framhaldsskólakynningin á höfuðborgarsvæðinu þar sem um 30 framhaldsskólar og menntastofnanir kynntu námsframboð sitt, bæði verklegt og bóklegt. Á sama tíma fór fram Íslandsmót iðn- og verkgreina og var keppnin sú stærsta til þessa.

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra heimsótti kynninguna og ræddi við keppendur og aðra þátttakendur. Hann hitti einnig að máli forsvarsmenn Verkiðnar, sem stendur að kynningunni og keppninni ásamt ráðuneytinu. Þá hitti hann Simon Bartley, sem er forseti World Skills International samtakanna og er sérstakur gestur Íslandsmótsins

Á Íslandsmótinu var keppt  í 25 greinum og að auki voru sýningar á nokkrum iðn- og verkgreinum og einnig atriði á sviði. Meira en 7000 grunnskólanemendur komu á sýninguna. Á myndinni er ráðherra með Simon Bartley forseta World Skills International

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum