Hoppa yfir valmynd
10. mars 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Kynlegt ferðalag – námskeið um kynjamennt

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og Námsgagnastofnun héldu námskeiðið „Kynlegt ferðalag“ - námskeið um kynjamennt þvert á námsgreinar     
Kynlegt-ferdalag-(1)

Vitundarvakning um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum og Námsgagnastofnun héldu námskeiðið „Kynlegt ferðalag“ - námskeið um kynjamennt þvert á námsgreinar fyrir kennara á mið- og unglingastigi. Námskeiðið byggir á grundvelli Pestalozzi-áætlunar Evrópuráðsins um starfsþróun og þjálfun kennara.

Námskeiðið var vel sótt af kennurum og öðrum fagaðilum sem vilja fjalla um málefni kynjanna og jafnrétti á virkan og fjölbreyttan hátt með nemendum sínum. Námskeiðið byggðist á þátttöku og hugmyndum þeirra sem það sóttu. Kennurum gafst tækifæri til að reyna fjölbreyttar, skapandi og virkar aðferðir í námi og kennslu. Á dagskrá námskeiðsins var m.a. kynlegt bingó, troðið á klámi og hugtök sem við hikstum á.

Markmið námskeiðsins var að efla færni og sjálfstraust kennara til þess að fjalla um og sinna kynjamennt á opinn, virkan, jákvæðan og fordómalausan hátt, að kennarar skilgreini helstu þætti sem mikilvægt er að fjalla um í kynjamennt og að kennarar geti yfirfært og þróað aðferðir og hugmyndir sem kynntar eru á námskeiðinu í sínu starfsumhverfi.

Námskeiðið var haldið í mennta- og menningarmálaráðuneytinu og var það endurgjaldslaust. Hér fyrir neðan eru svipmyndir af námskeiðinu.




Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum