Hoppa yfir valmynd
17. mars 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur við KFUM og KFUK

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og KFUM og KFUK  á Íslandi undirrituðu samning um ráðstöfun á fjárframlagi til samtakanna

Samningur undirritaður við KFUM og KFUK
Samningur-vid-KFUM-og-KFUK


Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og KFUM og KFUK  á Íslandi undirrituðu samning um ráðstöfun á fjárframlagi til samtakanna. Starfsemi KFUM og KFUK felst einkum í að skipuleggja fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni og meginmarkmiðið með stuðningi ríkisins við samtökin er að efla þessa starfsemi. Stuðningur ríkisins við starf KFUM og KFUK tekur einnig mið af gildi starfseminnar sem félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarvettvangur barna og ungmenna.

Starf KFUM og KFUK miðar að því að efla trúarlíf og siðferðiskennd, og hlúa að andlegri, líkamlegri og félagslegri velferð einstaklingsins. KFUM og KFUK eru kristileg og samkirkjuleg sjálfboðaliðasamtök fyrir karla og konur, sem leggja sérstaka áherslu á virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu.

Í samningunum er m.a. kveðið á um að samtökin eigi að hafa aðgerðaráætlun til að bregðast við málum er tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti. Einnig er í samningnum vakin athygli á mikilvægi þess að samtökin vinni gegn hatursorðræðu á netinu og í starfsemi sinni.

Á myndinni eru Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra, Auður Pálsdóttir formaður KFUK og KFUM, Gyða Karlsdóttir framkvæmdastjóri KFUM og KFUK og Karitas H. Gunnarsdóttir skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneyti.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum