Hoppa yfir valmynd
19. mars 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningur við Æskulýðsvettvanginn

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Æskulýðsvettvangurinn undirrituðu samning um ráðstöfun á fjárframlagi til samtakanna

Æskulýðsvettvangurinn
Æskulýðsvettvangurinn

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra og Æskulýðsvettvangurinn undirrituðu samning um ráðstöfun á fjárframlagi til samtakanna. Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur sjálfboðaliðasamtaka sem leggja sérstaka áherslu á virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu og í þeim tilgangi skipuleggur hann fjölbreytt félags- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni.  Markmiðið með fjárstuðningi ríkisins er að gera samtökunum kleift að inna þetta verkefni af hendi. Stuðningur ríkisins tekur einnig mið af starfi Æskulýðsvettvangsins sem félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarvettvangur barna og ungmenna.

Í samningunum er m.a. kveðið á um að Æskulýðsvettvangurinn eigi að hafa aðgerðaráætlun til að bregðast við málum er tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti. Einnig er í samningnum kveðið á um að:

-       Æskulýðsvettvangurinn vinni gegn hatursorðræðu á netinu og eða í starfinu, vinni með verkefnið Verndum þau í samstarfi við höfunda bókarinnar, að verkefninu Þátttaka er lífsstíll er miðar að því að auka þátttöku ungmenna í félags- og tómstundarstarfi og að verkefnum gegn einelti og hverskonar ofbeldi.

-       Æskulýðsvettvangurinn vinni með KOMPÁS og Litla - kompás m.a. með námskeiðum fyrir þjálfara og kynningu á handbókunum.

-       Æskulýðsvettvangurinn hafi námskeið og fræðsluverkefni öllum opin þar sem því verður við komið.

http://www.aeskulydsvettvangurinn.is/

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum