Hoppa yfir valmynd
25. mars 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Samningar undirritaðir við UMFÍ og LÆF

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samninga við Ungmennafélag Íslands og við Landssamband æskulýðsfélaga.

Undirritun-LAEF

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra undirritaði samninga við Ungmennafélag Íslands og við Landssamband æskulýðsfélaga um ráðstöfun á framlagi á fjárlögum til þeirra.

Markmið með stuðningi við UMFÍ er að félagið geti í samstarfi við aðildarfélög sín gefið sem flestum kost á að taka þátt í heilbrigðu félagsstarfi, staðið fyrir iðkun íþrótta og stuðlað að heilbrigðum lífsháttum og hollri hreyfingu. UMFÍ vinnur að forvarnarmálum og  gegn neyslu áfengis, tóbaks og annarra vímuefna. UMFÍ vinnur á lýðræðislegan hátt að markmiðum sínum og aðildarfélaganna.

  • Starfsemi UMFÍ miðast að því að samræma starf aðildarfélaganna og auka samstarf þeirra á milli. UMFÍ veitir aðildarfélögum sínum aðstoð, stendur fyrir fræðslu til iðkenda og leiðtoga í starfi félaganna.
  • Samtökin hafa aðgerðaráætlun ef upp koma mál er tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti. Ráðuneytið vekur athygli á mikilvægi þess að samtökin vinni gegn hatursorðræðu á netinu og í starfsemi sinni.

Stuðningur ríkisins við starf UMFÍ tekur mið af uppeldislegu gildi þess og gildi í forvörnum. Aðilar taka á samningstímanum mið að stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum, sem gefin var út árið 2011 og  gildir til 2015.

Þá var einnig undirritaður samningur við Landssamband æskulýðsfélaga um ráðstöfun á framlagi á fjárlögum til reksturs þess. Markmið með stuðningi ríkisins við Landssamband æskulýðsfélaga er að efla starfsemi þess og aðildarsamtaka, og koma til þeirra upplýsingum um möguleika ungs fólks m.a. með þátttöku í erlendu samstarfi. Stuðningur ríkisins við starf Landssambands æskulýðsfélaga tekur mið af gildi þess sem félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarvettvangs barna og ungmenna. Samtökin skulu jafnframt vinna verkefni gegn einelti og hverskonar ofbeldi.ngstímanum mið að stefnumótun ráðuneytisins í íþróttamálum, sem gefin var út árið 2011 og  gildir til 2015.

  • Landssamband æskulýðsfélaga er samstarfsvettvangur sjálfboðaliðasamtaka sem leggja sérstaka áherslu á virka þátttöku ungs fólks í samfélaginu.
  • Samtökin hafa aðgerðaráætlun ef upp koma mál er tengjast kynferðislegu ofbeldi eða einelti. Samtökin vinna gegn hatursorðræðu á netinu og í starfsemi sinni.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum