Hoppa yfir valmynd
16. apríl 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Af hverju leikskólakennari?

,,Leikskólabörn eru fróðleiksfús og sífellt að kanna og prófa heiminn í kringum sig. Þau kanna heiminn í rauninni með tilraunum eins og vísindamenn. Og gleðin sem fylgir því að fylgjast með barni sem áttar sig á einhverju nýju og skemmtilegu eða uppgötvar einhverja áður óþekkta hæfni er sennilega með því magnaðasta sem hægt er að upplifa í starfi.” 

,Leikskólabörn eru fróðleiksfús og sífellt að kanna og prófa heiminn í kringum sig. Þau kanna heiminn í rauninni með tilraunum eins og vísindamenn. Og gleðin sem fylgir því að fylgjast með barni sem áttar sig á einhverju nýju og skemmtilegu eða uppgötvar einhverja áður óþekkta hæfni er sennilega með því magnaðasta sem hægt er að upplifa í starfi.” Þetta segir Egill Óskarsson, leikskólakennari, á heimasíðu nýs verkefnis sem ber heitið Framtíðarstarfið


Markmið verkefnisins er að fjölga þeim sem velja leikskólakennarafræði í Háskólum landsins. Að verkefninu standa Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Efling stéttarfélag. 

Hugmyndin er að gera námsmöguleikann sýnilegri á m.a. samfélagsmiðlum, í fjölmiðlum og á opinberum stöðum. Opnuð hefur verið heimasíða og búið til svæði á Facebook. Þar eru settar fram á aðgengilegan hátt upplýsingar um starfið í leikskólum, námsmöguleika og tekjur svo eitthvað sé nefnt. Einnig hafa verið gerð myndbönd þar sem leikskólakennarar, stjórnendur leikskóla og aðrir ræða kosti námsins, gleðina í starfinu og annað. Í einu þeirra ræðir Hrefna Jónsdóttir, nemi í leikskólakennarafræðum, um námið og segir einn kost þess að þar eigi sér ekki stað mötun. „Þú færð upplýsingar sem þú þarft að melta og ákveða hvað þér finnst um. Það var glæný reynsla fyrir mig að fá að hugsa sjálf, ekki bara taka upp sömu skoðun og kennarinn.“ 

Áhugasamir eru hvattir til að heimsækja heimasíðu verkefnisins og „líka“ við Facebook síðu þess. 



Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum