Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Morgunverðarfundur um frístundaheimili fyrir nemendur á grunnskólaaldri

Kynning á nýrri könnun á starfsemi frístundaheimila og vinnu starfshóps um frístundaheimili á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisverður haldin 12. maí nk.

Frístundaheimili fyrir nemendur á grunnskólaaldri

Morgunverðarfundur mánudaginn 12. maí 2014 kl. 8.00-10.45 í Hlöðunni, Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ v/Gufunesveg í Grafarvogi

Kynning á nýrri könnun á starfsemi frístundaheimila og vinnu starfshóps um frístundaheimili á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis

Dagskrá:

8.00-8.20 Skráning og morgunverður

8.20-8.40 Kynning á nýrri könnun um starfsemi frístundaheimila haustið 2013.

  • Kolbrún Þ. Pálsdóttir, lektor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.

8.40-9.00 Starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um málefni frístundaheimila.

  • Guðni Olgeirsson sérfræðingur í mennta- og menningarmálaráðuneyti og formaður hópsins kynnir starf hans og helstu tillögur.

9.00-10.30 Umræður á borðum um nokkur atriði sem tengjast stefnumótun og löggjöf um frístundaheimili og setningu viðmiða um starfsemina.

  • Innleiðing: Fulltrúar úr starfshópnum.

10.30-10.45 Samantekt og slit.

Fundarstjóri verður Þóra Melsteð deildarstjóri barnastarfs í Frístundamiðstöðinni Gufunesbæ Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir og er þátttakendum að kostnaðarlausu.

Þátttakendur eru beðnir að skrá sig á eftirfarandi slóð í síðasta lagi föstudaginn 9. maí nk.:

http://www.samband.is/verkefnin/skolamal/skolathing-og-malstofur/fristundaheimili/

Leiðbeiningar um staðsetningu: Hlaðan tilheyrir frístundamiðstöðinni Gufunesbæ v/Gufunesveg í Grafarvogi. Þegar ekið er um Gullinbrú inn í Grafarvog er beygt til vinstri á ljósum við Gufunesveg og þá strax aftur til vinstri niður að gamla Gufunesbænum og þá sést í turninn við Hlöðuna.

Eftirtaldir aðilar standa að morgunverðarfundinum: Félag fagfólks í frítímaþjónustu, Heimili og skóli, mennta- og menningarmálaráðuneytið, Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands, Umboðsmaður barna og Æskulýðsvettvangurinn.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum