Hoppa yfir valmynd
25. apríl 2014 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Mennta- og menningarmálaráðherra afhenti garðyrkjuverðlaunin 2014 á Reykjum

Ráðherra afhendir garðyrkjuverðlaun 2014
Gardyrkjuverdlaun-2014

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra afhenti garðyrkjuverðlaunin 2014 í Garðyrkjuskólanum að Reykjum og minntist í ávarpi sínu á hve mikið og gott starf er unnið í þar.  Gróðrarstöðin Dalsgarður var valin verknámsstaður garðyrkjunnar 2014,  hvatningaverðlaun garðyrkjunnar 2014 féllu í skaut Yndisgróðri, sem er samstarfsverkefni um garð- og landslagsplöntur fyrir íslenskar aðstæður og Magnús Ágúst Ágústsson garðyrkjuráðunautur fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2014. Að lokinni dagskrá var ráðherra og öðrum gestum boðið alíslenskt kaffi sem ræktað var í bananahúsi skólans. Á myndinni er ráðherra ásamt verðlaunaþegum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum